Fjárlagafrumvarp 2003, 3. umræða
Lagagreinar
blackdot.gif (807 bytes)
 


Ýmis ákvæði
Heimildir

7. gr.

 

Fjármálaráðherra er heimilt:
 

Eftirgjöf gjalda

1.1

Að fella niður eða endurgreiða virðisaukaskatt af efniskostnaði og sérfræðiþjónustu sem keypt er fyrir styrktarfé vegna rannsóknar Hjartaverndar á heilbrigði öldrunar.

   
Sala húsnæðis

2.1

Að selja fasteignina Blesugróf 27, Reykjavík, og nota andvirði hennar til að kaupa eða byggja húsnæði fyrir fullorðinsfræðslu fatlaðra.

2.2

Að selja skrifstofuhúsnæði embættis sýslumanns við Auðbrekku 10, Kópavogi.

2.3

Að selja húsnæði lögreglunnar í Keflavík, Hringbraut 130, Keflavík, og kaupa annað hentugra.

2.4

Að selja flugafgreiðslu á Holtsflugvelli, Önundarfirði.

2.5

Að selja fasteignina að Urðarvegi 78, Ísafirði, og ráðstafa andvirði hennar á vegáætlun.

2.6

Að selja húsnæði lögreglunnar á Þórshöfn og kaupa annað hentugra.

2.7

Að selja fasteign Rafmagnsveitna ríkisins að Gunnarsbraut 4–6, Dalvík.

2.8

Að selja aðveitustöðvarhús Rafmagnsveitna ríkisins í Reykjahlíð við Mývatn.

2.9

Að selja íbúðarhús Rafmagnsveitna ríkisins að Koltröð 21, Egilsstöðum.

2.10

Að selja prestssetrið Bólstað, Bólstaðarhlíðarhreppi, Húnavatnsprófastsdæmi.

2.11

Að selja íbúðarhús að Hálsi 2, SuðurÞingeyjarsýslu, Þingeyjarprófastsdæmi.

2.12

Að selja fasteignirnar Tjarnarbraut 39a, 39b, 39c og 39d, Egilsstöðum, og láta andvirðið renna í Framkvæmdasjóð fatlaðra.

2.13

Að selja flugafgreiðslu á Kópaskersflugvelli.

2.14

Að selja flugafgreiðslu á Breiðdalsvíkurflugvelli.

2.15

Að selja flugafgreiðslu á Raufarhöfn.

2.16

Að selja skrifstofuhúsnæði á Ólafsfjarðarflugvelli.

2.17

Að selja eignir Flugmálastjórnar við Nauthólsvík, Reykjavík.

2.18

Að selja þjónustuhús Ferðamálaráðs við Gullfoss, Biskupstungnahreppi, Árnessýslu.

2.19

Að selja húsnæði lögreglunnar að Ólafsbraut 34, Ólafsvík, og kaupa annað hentugra.

2.20

Að selja fasteignina Bræðratungu á Ísafirði og láta andvirðið renna í Framkvæmdasjóð fatlaðra.

2.21

Að selja fasteign og lóð Vegagerðar ríkisins að Stórhöfða 34–40 og ráðstafa andvirðinu til vegamála.

2.22

Að selja prestssetrið Hólabraut 1, Skagaströnd.

2.23

Að selja prestsseturshúsið Glaumbæ, Skagafjarðarprófastsdæmi.

2.24

Að selja skrifstofuhúsnæði Skógræktar ríkisins að Miðvangi 2, Egilsstöðum, og ráðstafa andvirðinu til kaupa eða leigu á öðru hentugu húsnæði.

   

Sala eignarhluta í húsnæði

3.1

Að selja eignarhlut Rafmagnsveitna ríkisins og Vegagerðarinnar í sprengiefnageymslu við Suðurlandsveg, Reykjavík.

3.2

Að selja eignarhlut ríkissjóðs í fasteigninni Garðarsbraut 41, Húsavík, og verja andvirðinu til endurbóta á Heilbrigðisstofnuninni á Húsavík.

3.3

Að selja eignarhlut ríkissjóðs í fasteigninni Garðarsbraut 71, Húsavík, og verja andvirðinu til endurbóta á Heilbrigðisstofnuninni á Húsavík.

3.4

Að selja eignarhlut ríkissjóðs í gamla sjúkrahúsinu á Seyðisfirði eða semja um hugsanlega yfirtöku eignarinnar.

3.5

Að selja eignarhlut ríkissjóðs í fasteigninni Fossheiði 54, Selfossi.

3.6

Að selja eignarhlut ríkissjóðs í starfsaðstöðu sýslumannsins á Akureyri í ráðhúsinu við Goðabraut, Dalvík, og kaupa annað hentugra húsnæði.

3.7

Að selja eignarhlut ríkisins í Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík.

3.8

Að selja fjöleignarhús við Kópavogsbraut, sem nú er notað fyrir fatlaða, ásamt landspildum í nágrenni þess, og ráðstafa hluta af andvirðinu til að koma upp þremur sambýlum fyrir fatlaða og til uppbyggingar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi.

3.9

Að selja eignarhlut ríkissjóðs í fasteignum grunnskóla sem ekki eru lengur notaðar til skólahalds og verja andvirðinu til viðhalds skólamannvirkja.

3.10

Að selja eignarhlut ríkissjóðs í félagsheimilum sem ekki eru lengur notuð sem slík og verja andvirðinu til viðhalds skólamannvirkja.

3.11

Að selja eignarhlut ríkisins í fasteignum framhalds og sérskóla sem ekki eru lengur notaðar sem slíkar og þykja ekki henta til skólahalds og verja andvirðinu til viðhalds skólamannvirkja.

3.12

Að selja hluta af eign ríkissjóðs í Bjarnarbraut 8, Borgarnesi.

3.13

Að selja hús varamanns sendiherra í Stokkhólmi og kaupa eða leigja annað hentugra.

3.14

Að selja hlut ríkissjóðs í sjúkraskýli að Túngötu 2, Suðureyri við Súgandafjörð, og verja andvirðinu til kaupa eða leigu á húsnæði fyrir heilsugæslusel á sama stað.

3.15

Að selja húsnæði ÁTVR að Selási 19, Egilsstöðum.

3.16

Að selja eignarhluta ríkissjóðs í læknisbústað að Sandholti 28, Ólafsvík, og kaupa eða leigja annað hentugra.

3.17

Að selja eignarhlut ríkisins í fasteignum á Varmalandi í Borgarfirði, sem nýttar hafa verið fyrir starfsemi Kennaraháskóla Íslands, og verja hluta andvirðisins til nýbyggingar skólans.

3.18

Að selja eignarhlut ríkisins í heilsugæsluseli að Helluhrauni 17, Mývatnssveit, og kaupa eða leigja annað hentugra.

3.19

Að selja eignarhlut ríkisins í Rauðarárstíg 31 og verja andvirði sölunnar til uppbyggingar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi.

3.20

Að selja eignarhluta ríkissjóðs í Sóltúni 1, Reykjavík, og verja andvirðinu til kaupa á öðru húsnæði í þágu Háskóla Íslands.

3.21

Að selja eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Hvanneyrarbraut 64 á Siglufirði og kaupa annað hentugra.

3.22

Að selja hluta húsnæðis heilsugæslustöðvarinnar að Borgarbraut 65, Borgarnesi, og verja andvirðinu til viðbyggingar við stöðina.

3.23

Að selja eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Klettsbúð 33, Hellissandi.

3.24

Að selja eignarhluta ríkissjóðs í læknisbústað að Sjávarflöt 7, Stykkishólmi, og verja andvirðinu til endurbóta á Heilsugæslustöðinni í Stykkishólmi.

3.25

Að selja eignarhlut ríkisins í flugskýli á Patreksfjarðarflugvelli.

3.26

Að selja íbúðar og útihús við Garðskagavita.

3.27

Að selja eignarhlut ríkisins að Hrísbraut 11, Höfn í Hornafirði, og kaupa annað hentugra húsnæði.

3.28

Að selja eignarhlut ríkisins að Garðsbrún 2, Höfn í Hornafirði, og kaupa annað hentugra húsnæði.

3.29

Að selja eignarhluta ríkissjóðs í húsnæði heilsugæslunnar í Kópavogi að Fannborg 7–9 og verja andvirðinu til kaupa eða leigu á hentugra húsnæði.

3.30

Að selja eignarhluta ríkissjóðs í læknisbústað að Hjarðartúni 7, Ólafsvík, og kaupa annað hentugra húsnæði.

   

Sala lóða og jarða

4.1

Að selja land Keldna og Keldnaholts og verja hluta andvirðisins til eflingar vísindarannsóknum.

4.2

Að selja spildur úr landi Útskála, Kjalarnesprófastsdæmi.

4.3

Að selja jörðina Hólsland, Eyja og Miklaholtshreppi, Snæfellsnes og Hnappadalssýslu.

4.4

Að selja jörðina Nýrækt, Skagafirði, Skagafjarðarsýslu.

4.5

Að selja jörðina Þverá, Ólafsfirði, Eyjafjarðarsýslu.

4.6

Að selja jörðina Digurholt, Hornafirði, AusturSkaftafellssýslu.

4.7

Að selja hluta af jörðinni Kotmúla, Fljótshlíðarhreppi, Rangárvallasýslu.

4.8

Að selja hluta af jörðinni Björnskoti, Skeiðahreppi, Árnessýslu.

4.9

Að selja jörðina Gufudal, Ölfusi, Árnessýslu.

4.10

Að selja jörðina Gufudal II, Ölfusi, Árnessýslu.

4.11

Að selja hluta af jörðinni Reykjum, Ölfusi, Árnessýslu.

4.12

Að selja jörðina Leiti, Hornafirði, AusturSkaftafellssýslu.

4.13

Að selja hluta af jörðinni Hrólfsstaðahelli, Holta og Landsveit, Rangárvallasýslu.

4.14

Að selja hluta af jörðinni Húsagarði, Holta og Landsveit, Rangárvallasýslu.

4.15

Að selja jörðina Ása, Saurbæjarhreppi, Dalasýslu.

4.16

Að selja prestssetursjörðina Ása í Skaftártungu, Skaftafellsprófastsdæmi.

4.17

Að selja prestssetursjörðina Vatnsfjörð, Ísafjarðarprófastsdæmi.

4.18

Að selja prestssetursjörðina Bergþórshvol í VesturLandeyjum, Rangárvallaprófastsdæmi.

4.19

Að selja land ríkissjóðs innan þéttbýlismarka í Grundarfirði.

4.20

Að selja jörðina Skriðu, Breiðdalshreppi, SuðurMúlasýslu.

4.21

Að selja jörðina Fell, Breiðdalshreppi, SuðurMúlasýslu.

4.22

Að selja jörðina Fyrirbarð í Fljótum, Skagafirði, Skagafjarðarsýslu.

4.23

Að selja jörðina Urðarbak, Húnaþingi vestra, VesturHúnavatnssýslu.

4.24

Að selja jörðina Svarðbæli, Húnaþingi vestra, VesturHúnavatnssýslu.

4.25

Að selja jörðina Kollafjörð, Kjalarnesi, Reykjavík.

4.26

Að selja jörðina Mógilsá, Kjalarnesi, Reykjavík.

4.27

Að selja hluta af jörðinni Ytra–Lóni, Þórshafnarhreppi, NorðurÞingeyjarsýslu.

4.28

Að selja hluta af jörðinni Þjótanda, Villingaholtshreppi, Árnessýslu.

4.29

Að selja eða leigja neðra Nikkelsvæðið, Reykjanesi.

4.30

Að selja jörðina Tjaldbúðir, Staðarsveit, Snæfellssnes og Hnappadalssýslu.

4.31

Að selja jörðina Kolfreyju, Fáskrúðsfjarðarhreppi, NorðurMúlasýslu.

4.32

Að selja hluta af jörðinni Dölum II, Fáskrúðsfjarðarhreppi, SuðurMúlasýslu.

4.33

Að selja hluta af jörðinni Stað í Staðardal, Hólmavíkurhreppi, Strandasýslu.

4.34

Að selja hluta af jörðinni Brúum í Aðaldælahreppi, SuðurÞingeyjarsýslu.

4.35

Að selja hluta af jörðinni Kirkjuferjuhjáleigu, Ölfusi, Árnessýslu.

4.36

Að selja hluta af jörðinni Arnarbæli, Ölfusi, Árnessýslu.

4.37

Að selja hluta af jörðinni Brúnastöðum í Fljótum, Skagafirði, Skagafjarðarsýslu.

4.38

Að selja hluta af jörðinni Búðum (utan friðlands), Snæfellsbæ, Snæfellsnessýslu.

4.39

Að selja jörðina Búlandshöfða, Grundarfjarðarbæ, Snæfellsnessýslu.

4.40

Að selja jörðina HáuKotey í Meðallandi, Skaftárhreppi, VesturSkaftafellssýslu.

4.41

Að selja jörðina LáguKotey í Meðallandi, Skaftárhreppi, VesturSkaftafellssýslu.

4.42

Að selja jörðina Sandhól í Meðallandi, Skaftárhreppi, VesturSkaftafellssýslu.

4.43

Að selja jörðina Kollafjarðarnes, Hólmavíkurhreppi, Strandasýslu.

4.44

Að selja jörðina Sandvík, Þingeyjarsveit, SuðurÞingeyjarsýslu.

4.45

Að selja jörðina StóraBakka, NorðurHéraði, NorðurMúlasýslu.

4.46

Að selja jörðina Straum á Skógarströnd, Dalabyggð, Dalasýslu.

4.47

Að selja jörðina Þjóðólfshaga 2, Rangárþingi ytra, Rangárvallasýslu.

4.48

Að selja eða leigja um 277 ha landspildu í eigu ríkisins í Gerðahreppi norðan Sandgerðisvegar og sunnan Garðskagavegar sem ekki er nýtt í þágu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.

4.49

Að selja jörðina Hvítsstaði í Borgarbyggð, Mýrasýslu.

4.50

Að selja jörðina Flateyri, Fjarðabyggð, SuðurMúlasýslu.

4.51

Að selja jörðina Framnes, Fjarðabyggð, SuðurMúlasýslu.

4.52

Að selja jörðina Hraun, Fjarðabyggð, SuðurMúlasýslu.

4.53

Að selja jörðina Sómastaðagerði, Fjarðabyggð, SuðurMúlasýslu.

4.54

Að selja jörðina Sómastaði, Fjarðabyggð, SuðurMúlasýslu.

4.55

Að selja prestssetursjörðina Desjarmýri – Setberg í Borgarfirði eystra, Múlaprófastsdæmi.

4.56

Að selja hluta af prestssetursjörðinni Mosfelli í Mosfellsdal.

4.57

Að selja hluta af jörðinni Staðarfelli, Þingeyjarsveit, SuðurÞingeyjarsýslu.

4.58

Að selja hluta af jörðinni Laxárhlíð, Hrunamannahreppi, Árnessýslu.

4.59

Að selja hluta jarðarinnar Hvammbóls (Ketilsstaða III), Skaftárhreppi, VesturSkaftafellssýslu.

4.60

Að selja hluta jarðarinnar EfstuGrundar, VesturEyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu.

4.61

Að selja jörðina Langholt, Skaftárhreppi, VesturSkaftafellssýslu.

4.62

Að selja jörðina Hærukollsnes í Álftafirði, Djúpavogshreppi, SuðurMúlasýslu.

4.63

Að selja jörðina NeðriÞverá, Húnaþingi vestra, VesturHúnavatnssýslu.

4.64

Að selja hluta af jörðinni Húsey, NorðurHéraði, NorðurMúlasýslu.

4.65

Að selja hluta af jörðinni Borgum í Grímsey, Eyjafjarðarsýslu.

4.66

Að selja hluta af jörðinni Knappstöðum í Fljótum, Skagafjarðarsýslu.

4.67

Að selja jörðina Kvíarhól, Ölfusi, Árnessýslu.

4.68

Að selja jörðina Glaumbæ í Staðarsveit, Snæfellsbæ, Snæfellsnessýslu.

4.69

Að selja prestssetursjörðina Árnes, Árneshreppi, Húnavatnsprófastsdæmi.

4.70

Að selja landspildur í eigu ríkissjóðs í Garðabæ.

4.71

Að selja 13,62 ha spildu í eigu ríkisins við Grænás í Reykjanesbæ.

4.72

Að selja jörðina Hrjót í Hjaltastaðaþinghá, NorðurMúlasýslu.

4.73

Að selja jörðina Hvamm í Eyjafjarðarsveit, Eyjafjarðarsýslu.

   

Sala hlutabréfa

5.1

Að selja hlutabréf ríkissjóðs í Íslenskum aðalverktökum hf.

5.2

Að selja allt að 25% af hlut ríkissjóðs í Sementsverksmiðjunni hf.

5.3

Að selja hlutabréf ríkissjóðs í Barra hf. og verja hluta af andvirðinu í þágu Skógræktar ríkisins og Héraðsskóga.

5.4

Að selja hlutabréf ríkissjóðs í Endurvinnslunni hf.

5.5

Að selja hlutafé Hafrannsóknastofnunar í Fiskeldi Eyjafjarðar og láta andvirðið renna í sjóð í vörslu sjávarútvegsráðuneytis sbr. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla, og skal því varið til eldis sjávardýra og hafrannsókna.

5.6

Að selja hlutabréf ríkissjóðs í Flugskóla Íslands hf.

   

Kaup og leiga fasteigna

6.1

Að kaupa fasteignir fyrir Stjórnarráð Íslands á svokölluðum Stjórnarráðsreit við Arnarhvol í Reykjavík.

6.2

Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir aðalskrifstofur ráðuneyta.

6.3

Að kaupa hverasvæði Geysis í Haukadal.

6.4

Að kaupa sumarbústaði í þjóðgarðinum á Þingvöllum og jarðir í næsta nágrenni hans.

6.5

Að kaupa jörðina Vestaraland II í Öxarfirði vegna þjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum.

6.6

Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir skrifstofur sendiráðs Íslands í Moskvu.

6.7

Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir sendiherra Íslands í Moskvu.

6.8

Að kaupa húsnæði fyrir varamann sendiherra Íslands í Moskvu.

6.9

Að kaupa húsnæði fyrir sendiherra Íslands í Vín.

6.10

Að kaupa eða leigja land fyrir Selfossflugvöll.

6.11

Að kaupa húsnæði við Eiríksgötu fyrir starfsemi Landspítala – háskólasjúkrahúss.

6.12

Að kaupa eða leigja hentugt húsnæði fyrir heilsugæslusel á Reyðarfirði.

6.13

Að kaupa eða leigja viðbótarhúsnæði fyrir sýslumanninn í Reykjavík.

6.14

Að kaupa til niðurrifs flugskýli á Reykjavíkurflugvelli vegna framkvæmda við flugvöllinn.

6.15

Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir embætti yfirdýralæknis.

6.16

Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir embætti veiðimálastjóra.

6.17

Að kaupa eða leigja læknisbústað í Borgarnesi.

6.18

Að kaupa viðbótarhúsnæði fyrir Heilsugæsluna í Hafnarfirði.

6.19

Að kaupa jörðina Galtastaði fram í Hróarstungu, NorðurHéraði, NorðurMúlasýslu.

6.20

Að kaupa eignarhlut St. Fransiskusreglunnar í St. Fransiskusspítalanum, Stykkishólmi.

6.21

Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu.

6.22

Að kaupa eða leigja hentugt húsnæði fyrir útsendan ritara í Moskvu.

6.23

Að leigja hentugt húsnæði fyrir sýslumanninn á Keflavíkurflugvelli og Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli og selja núverandi húsnæði.

6.24

Að leigja með kauprétti sérhannað fangelsishúsnæði sem byggt yrði í Reykjavík.

6.25

Að kaupa eða leigja aðstöðu fyrir lögregluna á Kirkjubæjarklaustri.

6.26

Að kaupa læknisbústað á Hellu eða Hvolsvelli.

6.27

Að kaupa fasteign á skipulagsreit St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.

6.28

Að kaupa flugskýli á Akureyrarflugvelli.

6.29

Að kaupa jarðir innan fyrirhugaðs Vatnajökulsþjóðgarðs.

6.30

Að kaupa jarðir og semja um makaskipti á nálægum jörðum vegna þjóðgarðsins á Snæfellsnesi.

6.31

Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir Brunamálastofnun Íslands.

6.32

Að kaupa eða leigja fasteignir fyrir sambýli á höfuðborgarsvæðinu.

6.33

Að kaupa jörðina Víðidal, NorðurHéraði, NorðurMúlasýslu.

6.34

Að kaupa viðbótarhúsnæði fyrir sýslumanninn á Höfn í Hornafirði.

6.35

Að taka á leigu reiðkennsluhúsnæði að Hólum í Hjaltadal og nýta sér kauprétt á hinni leigðu eign þegar fé hefur verið veitt til þess á Alþingi.

6.36

Að kaupa lóð Sementsverksmiðjunnar hf. að Sævarhöfða 31 ásamt tilheyrandi mannvirkjum.

   
Ýmsar heimildir

7.1

Að breyta fjárhæðum tekju- og gjaldahliðar ef lög verða staðfest frá Alþingi árið 2003 sem hafa í för með sér tekjur eða gjöld fyrir ríkissjóð. Allar fjárveitingar, sem eigi eru ákveðnar í lögum, öðrum en fjárlögum, forsetaúrskurðum eða öðrum gildandi ákvörðunum, gildi aðeins fyrir fjárhagstímabilið.

7.2

Að fella niður eða fresta greiðslum úr ríkissjóði á árinu 2003, m.a. með því að leggja niður tímabundið eða til lengri tíma starfsemi ríkisstofnana, að fengnu samþykki ríkisstjórnar og fjárlaganefndar Alþingis.

7.3

Að semja við einstaklinga um bætur, í samræmi við tillögur nefndar um ágreiningsmál skv. 3. gr. laga nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, og að höfðu samráði við ríkislögmann, vegna tjóns sem þeir hafa orðið fyrir við læknismeðferð.

7.4

Að greiða bætur þeim sem sýkst hafa af lifrarbólgu C við blóðgjafir hér á landi fyrir október 1992. Bætur séu ákveðnar af fjármálaráðherra í samráði við heilbrigðisráðherra.

7.5

Að styrkja stjórnmálaflokka samkvæmt umsóknum, í hlutfalli við atkvæðamagn þeirra, enda hafi þeir hlotið a.m.k. 2,5% atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum, sbr. fjárlagalið 099991.18.

7.6

Að heimila sjúkrahúsum að taka þátt í eða eiga samstarf við fyrirtæki sem vinna að vísindarannsóknum og þróun nýjunga á sviði heilbrigðismála og læknisfræði. Samningar, sem fela í sér fjárskuldbindingar, skulu lagðir fyrir ráðherra heilbrigðismála og fjármála til staðfestingar.

7.7

Að stofna félag um rekstur tónlistar og ráðstefnuhúss í Reykjavík á grundvelli samnings við Reykjavíkurborg og greiða nauðsynlegan kostnað vegna þess.

7.8

Að semja við Samband íslenskra sveitarfélaga, sbr. IX. ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál, um framlög vegna bygginga eða kaupa á leiguíbúðum.

7.9

Að leggja Seðlabanka Íslands til stofnfé á árinu 2003.

7.10

Að selja varðskipið Óðin og ráðstafa andvirðinu til kaupa eða smíða á nýju varðskipi.

7.11

Að ganga til samninga við Neyðarlínuna hf. um kaup á upplýsingakerfum félagsins.

7.12

Að taka þátt í hlutafjáraukningu í Fiskeldi Eyjafjarðar hf. er nemur 25,4% eignarhlut ríkisins í félaginu fyrir allt að 102 m.kr.

7.13

Að kaupa hlutafé í Farice hf. fyrir allt að 560 m.kr.

7.14

Að heimila Háskóla Íslands að stofna félag til að vinna að þróun og markaðssetningu á vísindagörðum og leggja sem stofnframlag til félagsins eða ráðstafa með öðrum hætti hluta af lóðarréttindum skólans í Vatnsmýri í Reykjavík í þessu skyni.

7.15

Að semja við Fóðuriðjuna í Ólafsdal um sambærilegt uppgjör og samið var um við aðra framleiðendur grasköggla árið 1999.