Ýmis ákvæði
Heimildir
7. gr.
Fjármálaráðherra
er heimilt:
|
|
Eftirgjöf gjalda |
1.1
|
Að fella
niður eða endurgreiða virðisaukaskatt af efniskostnaði og sérfræðiþjónustu sem
keypt er fyrir styrktarfé vegna rannsóknar Hjartaverndar á heilbrigði öldrunar. |
|
|
|
Sala húsnæðis |
2.1
|
Að selja
fasteignina Blesugróf 27, Reykjavík, og nota andvirði hennar til að kaupa eða byggja
húsnæði fyrir fullorðinsfræðslu fatlaðra. |
2.2
|
Að selja
skrifstofuhúsnæði embættis sýslumanns við Auðbrekku 10, Kópavogi. |
2.3
|
Að selja
húsnæði lögreglunnar í Keflavík, Hringbraut 130, Keflavík, og kaupa annað
hentugra. |
2.4 |
Að selja
flugafgreiðslu á Holtsflugvelli, Önundarfirði. |
2.5
|
Að selja
fasteignina að Urðarvegi 78, Ísafirði, og ráðstafa andvirði hennar á vegáætlun. |
2.6 |
Að selja
húsnæði lögreglunnar á Þórshöfn og kaupa annað hentugra. |
2.7 |
Að selja
fasteign Rafmagnsveitna ríkisins að Gunnarsbraut 4–6, Dalvík. |
2.8
|
Að selja
aðveitustöðvarhús Rafmagnsveitna ríkisins í Reykjahlíð við Mývatn. |
2.9
|
Að selja
íbúðarhús Rafmagnsveitna ríkisins að Koltröð 21, Egilsstöðum. |
2.10
|
Að selja
prestssetrið Bólstað, Bólstaðarhlíðarhreppi, Húnavatnsprófastsdæmi. |
2.11
|
Að selja
íbúðarhús að Hálsi 2, SuðurÞingeyjarsýslu, Þingeyjarprófastsdæmi. |
2.12
|
Að selja
fasteignirnar Tjarnarbraut 39a, 39b, 39c og 39d, Egilsstöðum, og láta andvirðið renna
í Framkvæmdasjóð fatlaðra. |
2.13
|
Að selja
flugafgreiðslu á Kópaskersflugvelli. |
2.14
|
Að selja
flugafgreiðslu á Breiðdalsvíkurflugvelli. |
2.15 |
Að selja
flugafgreiðslu á Raufarhöfn. |
2.16
|
Að selja
skrifstofuhúsnæði á Ólafsfjarðarflugvelli. |
2.17
|
Að selja
eignir Flugmálastjórnar við Nauthólsvík, Reykjavík. |
2.18
|
Að selja
þjónustuhús Ferðamálaráðs við Gullfoss, Biskupstungnahreppi, Árnessýslu. |
2.19
|
Að selja
húsnæði lögreglunnar að Ólafsbraut 34, Ólafsvík, og kaupa annað hentugra. |
2.20 |
Að selja
fasteignina Bræðratungu á Ísafirði og láta andvirðið renna í Framkvæmdasjóð
fatlaðra. |
2.21 |
Að selja
fasteign og lóð Vegagerðar ríkisins að Stórhöfða 34–40 og ráðstafa
andvirðinu til vegamála. |
2.22
|
Að selja
prestssetrið Hólabraut 1, Skagaströnd. |
2.23 |
Að selja
prestsseturshúsið Glaumbæ, Skagafjarðarprófastsdæmi. |
2.24
|
Að selja
skrifstofuhúsnæði Skógræktar ríkisins að Miðvangi 2, Egilsstöðum, og ráðstafa
andvirðinu til kaupa eða leigu á öðru hentugu húsnæði. |
|
|
|
Sala
eignarhluta í húsnæði |
3.1
|
Að selja
eignarhlut Rafmagnsveitna ríkisins og Vegagerðarinnar í sprengiefnageymslu við
Suðurlandsveg, Reykjavík. |
3.2 |
Að selja
eignarhlut ríkissjóðs í fasteigninni Garðarsbraut 41, Húsavík, og verja andvirðinu
til endurbóta á Heilbrigðisstofnuninni á Húsavík. |
3.3
|
Að selja
eignarhlut ríkissjóðs í fasteigninni Garðarsbraut 71, Húsavík, og verja andvirðinu
til endurbóta á Heilbrigðisstofnuninni á Húsavík. |
3.4
|
Að selja
eignarhlut ríkissjóðs í gamla sjúkrahúsinu á Seyðisfirði eða semja um hugsanlega
yfirtöku eignarinnar. |
3.5
|
Að selja
eignarhlut ríkissjóðs í fasteigninni Fossheiði 54, Selfossi. |
3.6
|
Að selja
eignarhlut ríkissjóðs í starfsaðstöðu sýslumannsins á Akureyri í ráðhúsinu
við Goðabraut, Dalvík, og kaupa annað hentugra húsnæði. |
3.7
|
Að selja
eignarhlut ríkisins í Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík. |
3.8
|
Að selja
fjöleignarhús við Kópavogsbraut, sem nú er notað fyrir fatlaða, ásamt landspildum
í nágrenni þess, og ráðstafa hluta af andvirðinu til að koma upp þremur sambýlum
fyrir fatlaða og til uppbyggingar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. |
3.9
|
Að selja
eignarhlut ríkissjóðs í fasteignum grunnskóla sem ekki eru lengur notaðar til
skólahalds og verja andvirðinu til viðhalds skólamannvirkja. |
3.10
|
Að selja
eignarhlut ríkissjóðs í félagsheimilum sem ekki eru lengur notuð sem slík og verja
andvirðinu til viðhalds skólamannvirkja. |
3.11
|
Að selja
eignarhlut ríkisins í fasteignum framhalds og sérskóla sem ekki eru lengur notaðar
sem slíkar og þykja ekki henta til skólahalds og verja andvirðinu til viðhalds
skólamannvirkja. |
3.12 |
Að selja
hluta af eign ríkissjóðs í Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. |
3.13
|
Að selja
hús varamanns sendiherra í Stokkhólmi og kaupa eða leigja annað hentugra. |
3.14
|
Að selja
hlut ríkissjóðs í sjúkraskýli að Túngötu 2, Suðureyri við Súgandafjörð, og
verja andvirðinu til kaupa eða leigu á húsnæði fyrir heilsugæslusel á sama stað. |
3.15
|
Að selja
húsnæði ÁTVR að Selási 19, Egilsstöðum. |
3.16 |
Að selja
eignarhluta ríkissjóðs í læknisbústað að Sandholti 28, Ólafsvík, og kaupa eða
leigja annað hentugra. |
3.17 |
Að selja
eignarhlut ríkisins í fasteignum á Varmalandi í Borgarfirði, sem nýttar hafa verið
fyrir starfsemi Kennaraháskóla Íslands, og verja hluta andvirðisins til nýbyggingar
skólans. |
3.18
|
Að selja
eignarhlut ríkisins í heilsugæsluseli að Helluhrauni 17, Mývatnssveit, og kaupa eða
leigja annað hentugra. |
3.19
|
Að selja
eignarhlut ríkisins í Rauðarárstíg 31 og verja andvirði sölunnar til uppbyggingar
á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. |
3.20
|
Að selja
eignarhluta ríkissjóðs í Sóltúni 1, Reykjavík, og verja andvirðinu til kaupa á
öðru húsnæði í þágu Háskóla Íslands. |
3.21
|
Að selja
eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Hvanneyrarbraut 64 á Siglufirði og kaupa
annað hentugra. |
3.22
|
Að selja
hluta húsnæðis heilsugæslustöðvarinnar að Borgarbraut 65, Borgarnesi, og verja
andvirðinu til viðbyggingar við stöðina. |
3.23
|
Að selja
eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Klettsbúð 33, Hellissandi. |
3.24
|
Að selja
eignarhluta ríkissjóðs í læknisbústað að Sjávarflöt 7, Stykkishólmi, og verja
andvirðinu til endurbóta á Heilsugæslustöðinni í Stykkishólmi. |
3.25
|
Að selja
eignarhlut ríkisins í flugskýli á Patreksfjarðarflugvelli. |
3.26
|
Að selja
íbúðar og útihús við Garðskagavita. |
3.27
|
Að selja
eignarhlut ríkisins að Hrísbraut 11, Höfn í Hornafirði, og kaupa annað hentugra
húsnæði. |
3.28 |
Að selja
eignarhlut ríkisins að Garðsbrún 2, Höfn í Hornafirði, og kaupa annað hentugra
húsnæði. |
3.29
|
Að selja
eignarhluta ríkissjóðs í húsnæði heilsugæslunnar í Kópavogi að Fannborg
7–9 og verja andvirðinu til kaupa eða leigu á hentugra húsnæði. |
3.30
|
Að selja
eignarhluta ríkissjóðs í læknisbústað að Hjarðartúni 7, Ólafsvík, og kaupa
annað hentugra húsnæði. |
|
|
|
Sala
lóða og jarða |
4.1 |
Að selja
land Keldna og Keldnaholts og verja hluta andvirðisins til eflingar vísindarannsóknum. |
4.2
|
Að selja
spildur úr landi Útskála, Kjalarnesprófastsdæmi. |
4.3
|
Að selja
jörðina Hólsland, Eyja og Miklaholtshreppi, Snæfellsnes og Hnappadalssýslu. |
4.4 |
Að selja
jörðina Nýrækt, Skagafirði, Skagafjarðarsýslu. |
4.5
|
Að selja
jörðina Þverá, Ólafsfirði, Eyjafjarðarsýslu. |
4.6
|
Að selja
jörðina Digurholt, Hornafirði, AusturSkaftafellssýslu. |
4.7 |
Að selja
hluta af jörðinni Kotmúla, Fljótshlíðarhreppi, Rangárvallasýslu. |
4.8
|
Að selja
hluta af jörðinni Björnskoti, Skeiðahreppi, Árnessýslu. |
4.9
|
Að selja
jörðina Gufudal, Ölfusi, Árnessýslu. |
4.10
|
Að selja
jörðina Gufudal II, Ölfusi, Árnessýslu. |
4.11
|
Að selja
hluta af jörðinni Reykjum, Ölfusi, Árnessýslu. |
4.12
|
Að selja
jörðina Leiti, Hornafirði, AusturSkaftafellssýslu. |
4.13
|
Að selja
hluta af jörðinni Hrólfsstaðahelli, Holta og Landsveit, Rangárvallasýslu. |
4.14
|
Að selja
hluta af jörðinni Húsagarði, Holta og Landsveit, Rangárvallasýslu. |
4.15
|
Að selja
jörðina Ása, Saurbæjarhreppi, Dalasýslu. |
4.16 |
Að selja
prestssetursjörðina Ása í Skaftártungu, Skaftafellsprófastsdæmi. |
4.17
|
Að selja
prestssetursjörðina Vatnsfjörð, Ísafjarðarprófastsdæmi. |
4.18
|
Að selja
prestssetursjörðina Bergþórshvol í VesturLandeyjum, Rangárvallaprófastsdæmi. |
4.19
|
Að selja
land ríkissjóðs innan þéttbýlismarka í Grundarfirði. |
4.20
|
Að selja
jörðina Skriðu, Breiðdalshreppi, SuðurMúlasýslu. |
4.21 |
Að selja
jörðina Fell, Breiðdalshreppi, SuðurMúlasýslu. |
4.22
|
Að selja
jörðina Fyrirbarð í Fljótum, Skagafirði, Skagafjarðarsýslu. |
4.23 |
Að selja
jörðina Urðarbak, Húnaþingi vestra, VesturHúnavatnssýslu. |
4.24
|
Að selja
jörðina Svarðbæli, Húnaþingi vestra, VesturHúnavatnssýslu. |
4.25
|
Að selja
jörðina Kollafjörð, Kjalarnesi, Reykjavík. |
4.26
|
Að selja
jörðina Mógilsá, Kjalarnesi, Reykjavík. |
4.27
|
Að selja
hluta af jörðinni Ytra–Lóni, Þórshafnarhreppi, NorðurÞingeyjarsýslu. |
4.28
|
Að selja
hluta af jörðinni Þjótanda, Villingaholtshreppi, Árnessýslu. |
4.29
|
Að selja
eða leigja neðra Nikkelsvæðið, Reykjanesi. |
4.30 |
Að selja
jörðina Tjaldbúðir, Staðarsveit, Snæfellssnes og Hnappadalssýslu. |
4.31 |
Að selja
jörðina Kolfreyju, Fáskrúðsfjarðarhreppi, NorðurMúlasýslu. |
4.32
|
Að selja
hluta af jörðinni Dölum II, Fáskrúðsfjarðarhreppi, SuðurMúlasýslu. |
4.33
|
Að selja
hluta af jörðinni Stað í Staðardal, Hólmavíkurhreppi, Strandasýslu. |
4.34
|
Að selja
hluta af jörðinni Brúum í Aðaldælahreppi, SuðurÞingeyjarsýslu. |
4.35
|
Að selja
hluta af jörðinni Kirkjuferjuhjáleigu, Ölfusi, Árnessýslu. |
4.36
|
Að selja
hluta af jörðinni Arnarbæli, Ölfusi, Árnessýslu. |
4.37
|
Að selja
hluta af jörðinni Brúnastöðum í Fljótum, Skagafirði, Skagafjarðarsýslu. |
4.38 |
Að selja
hluta af jörðinni Búðum (utan friðlands), Snæfellsbæ, Snæfellsnessýslu. |
4.39
|
Að selja
jörðina Búlandshöfða, Grundarfjarðarbæ, Snæfellsnessýslu. |
4.40
|
Að selja
jörðina HáuKotey í Meðallandi, Skaftárhreppi, VesturSkaftafellssýslu. |
4.41
|
Að selja
jörðina LáguKotey í Meðallandi, Skaftárhreppi, VesturSkaftafellssýslu. |
4.42
|
Að selja
jörðina Sandhól í Meðallandi, Skaftárhreppi, VesturSkaftafellssýslu. |
4.43
|
Að selja
jörðina Kollafjarðarnes, Hólmavíkurhreppi, Strandasýslu. |
4.44
|
Að selja
jörðina Sandvík, Þingeyjarsveit, SuðurÞingeyjarsýslu. |
4.45
|
Að selja
jörðina StóraBakka, NorðurHéraði, NorðurMúlasýslu. |
4.46
|
Að selja
jörðina Straum á Skógarströnd, Dalabyggð, Dalasýslu. |
4.47
|
Að selja
jörðina Þjóðólfshaga 2, Rangárþingi ytra, Rangárvallasýslu. |
4.48
|
Að selja
eða leigja um 277 ha landspildu í eigu ríkisins í Gerðahreppi norðan
Sandgerðisvegar og sunnan Garðskagavegar sem ekki er nýtt í þágu varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli. |
4.49 |
Að selja
jörðina Hvítsstaði í Borgarbyggð, Mýrasýslu. |
4.50 |
Að selja
jörðina Flateyri, Fjarðabyggð, SuðurMúlasýslu. |
4.51
|
Að selja
jörðina Framnes, Fjarðabyggð, SuðurMúlasýslu. |
4.52
|
Að selja
jörðina Hraun, Fjarðabyggð, SuðurMúlasýslu. |
4.53
|
Að selja
jörðina Sómastaðagerði, Fjarðabyggð, SuðurMúlasýslu. |
4.54
|
Að selja
jörðina Sómastaði, Fjarðabyggð, SuðurMúlasýslu. |
4.55
|
Að selja
prestssetursjörðina Desjarmýri – Setberg í Borgarfirði eystra,
Múlaprófastsdæmi. |
4.56 |
Að selja
hluta af prestssetursjörðinni Mosfelli í Mosfellsdal. |
4.57
|
Að selja
hluta af jörðinni Staðarfelli, Þingeyjarsveit, SuðurÞingeyjarsýslu. |
4.58
|
Að selja
hluta af jörðinni Laxárhlíð, Hrunamannahreppi, Árnessýslu. |
4.59
|
Að selja
hluta jarðarinnar Hvammbóls (Ketilsstaða III), Skaftárhreppi, VesturSkaftafellssýslu.
|
4.60
|
Að selja
hluta jarðarinnar EfstuGrundar, VesturEyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu. |
4.61
|
Að selja
jörðina Langholt, Skaftárhreppi, VesturSkaftafellssýslu. |
4.62
|
Að selja
jörðina Hærukollsnes í Álftafirði, Djúpavogshreppi, SuðurMúlasýslu. |
4.63
|
Að selja
jörðina NeðriÞverá, Húnaþingi vestra, VesturHúnavatnssýslu. |
4.64
|
Að selja
hluta af jörðinni Húsey, NorðurHéraði, NorðurMúlasýslu. |
4.65
|
Að selja
hluta af jörðinni Borgum í Grímsey, Eyjafjarðarsýslu. |
4.66
|
Að selja
hluta af jörðinni Knappstöðum í Fljótum, Skagafjarðarsýslu. |
4.67 |
Að selja
jörðina Kvíarhól, Ölfusi, Árnessýslu. |
4.68
|
Að selja
jörðina Glaumbæ í Staðarsveit, Snæfellsbæ, Snæfellsnessýslu. |
4.69
|
Að selja
prestssetursjörðina Árnes, Árneshreppi, Húnavatnsprófastsdæmi. |
4.70 |
Að selja
landspildur í eigu ríkissjóðs í Garðabæ. |
4.71
|
Að selja
13,62 ha spildu í eigu ríkisins við Grænás í Reykjanesbæ. |
4.72
|
Að selja
jörðina Hrjót í Hjaltastaðaþinghá, NorðurMúlasýslu. |
4.73
|
Að selja
jörðina Hvamm í Eyjafjarðarsveit, Eyjafjarðarsýslu. |
|
|
|
Sala
hlutabréfa |
5.1
|
Að selja
hlutabréf ríkissjóðs í Íslenskum aðalverktökum hf. |
5.2
|
Að selja
allt að 25% af hlut ríkissjóðs í Sementsverksmiðjunni hf. |
5.3
|
Að selja
hlutabréf ríkissjóðs í Barra hf. og verja hluta af andvirðinu í þágu Skógræktar
ríkisins og Héraðsskóga. |
5.4
|
Að selja
hlutabréf ríkissjóðs í Endurvinnslunni hf. |
5.5
|
Að selja hlutafé
Hafrannsóknastofnunar í Fiskeldi Eyjafjarðar og láta andvirðið renna í sjóð í
vörslu sjávarútvegsráðuneytis sbr. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 37/1992, um sérstakt
gjald vegna ólögmæts sjávarafla, og skal því varið til eldis sjávardýra og
hafrannsókna. |
5.6
|
Að selja
hlutabréf ríkissjóðs í Flugskóla Íslands hf. |
|
|
|
Kaup
og leiga fasteigna |
6.1
|
Að kaupa
fasteignir fyrir Stjórnarráð Íslands á svokölluðum Stjórnarráðsreit við
Arnarhvol í Reykjavík. |
6.2 |
Að kaupa
eða leigja húsnæði fyrir aðalskrifstofur ráðuneyta. |
6.3
|
Að kaupa
hverasvæði Geysis í Haukadal. |
6.4
|
Að kaupa
sumarbústaði í þjóðgarðinum á Þingvöllum og jarðir í næsta nágrenni hans. |
6.5
|
Að kaupa
jörðina Vestaraland II í Öxarfirði vegna þjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum. |
6.6 |
Að kaupa
eða leigja húsnæði fyrir skrifstofur sendiráðs Íslands í Moskvu. |
6.7
|
Að kaupa
eða leigja húsnæði fyrir sendiherra Íslands í Moskvu. |
6.8
|
Að kaupa
húsnæði fyrir varamann sendiherra Íslands í Moskvu. |
6.9
|
Að kaupa
húsnæði fyrir sendiherra Íslands í Vín. |
6.10
|
Að kaupa
eða leigja land fyrir Selfossflugvöll. |
6.11
|
Að kaupa
húsnæði við Eiríksgötu fyrir starfsemi Landspítala – háskólasjúkrahúss. |
6.12
|
Að kaupa
eða leigja hentugt húsnæði fyrir heilsugæslusel á Reyðarfirði. |
6.13
|
Að kaupa
eða leigja viðbótarhúsnæði fyrir sýslumanninn í Reykjavík. |
6.14 |
Að kaupa til
niðurrifs flugskýli á Reykjavíkurflugvelli vegna framkvæmda við flugvöllinn. |
6.15
|
Að kaupa
eða leigja húsnæði fyrir embætti yfirdýralæknis. |
6.16 |
Að kaupa
eða leigja húsnæði fyrir embætti veiðimálastjóra. |
6.17
|
Að kaupa
eða leigja læknisbústað í Borgarnesi. |
6.18
|
Að kaupa
viðbótarhúsnæði fyrir Heilsugæsluna í Hafnarfirði. |
6.19
|
Að kaupa
jörðina Galtastaði fram í Hróarstungu, NorðurHéraði, NorðurMúlasýslu. |
6.20
|
Að kaupa
eignarhlut St. Fransiskusreglunnar í St. Fransiskusspítalanum, Stykkishólmi. |
6.21
|
Að kaupa
eða leigja húsnæði fyrir heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. |
6.22
|
Að kaupa
eða leigja hentugt húsnæði fyrir útsendan ritara í Moskvu. |
6.23
|
Að leigja
hentugt húsnæði fyrir sýslumanninn á Keflavíkurflugvelli og Flugmálastjórn á
Keflavíkurflugvelli og selja núverandi húsnæði. |
6.24
|
Að leigja
með kauprétti sérhannað fangelsishúsnæði sem byggt yrði í Reykjavík. |
6.25
|
Að kaupa
eða leigja aðstöðu fyrir lögregluna á Kirkjubæjarklaustri. |
6.26
|
Að kaupa
læknisbústað á Hellu eða Hvolsvelli. |
6.27
|
Að kaupa
fasteign á skipulagsreit St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. |
6.28
|
Að kaupa
flugskýli á Akureyrarflugvelli. |
6.29
|
Að kaupa
jarðir innan fyrirhugaðs Vatnajökulsþjóðgarðs. |
6.30
|
Að kaupa
jarðir og semja um makaskipti á nálægum jörðum vegna þjóðgarðsins á
Snæfellsnesi. |
6.31 |
Að kaupa
eða leigja húsnæði fyrir Brunamálastofnun Íslands. |
6.32
|
Að kaupa
eða leigja fasteignir fyrir sambýli á höfuðborgarsvæðinu. |
6.33
|
Að kaupa
jörðina Víðidal, NorðurHéraði, NorðurMúlasýslu. |
6.34 |
Að kaupa
viðbótarhúsnæði fyrir sýslumanninn á Höfn í Hornafirði. |
6.35
|
Að taka á
leigu reiðkennsluhúsnæði að Hólum í Hjaltadal og nýta sér kauprétt á hinni
leigðu eign þegar fé hefur verið veitt til þess á Alþingi. |
6.36
|
Að kaupa
lóð Sementsverksmiðjunnar hf. að Sævarhöfða 31 ásamt tilheyrandi mannvirkjum. |
|
|
|
Ýmsar
heimildir |
7.1 |
Að breyta fjárhæðum
tekju- og gjaldahliðar ef lög verða staðfest frá Alþingi árið 2003 sem hafa í
för með sér tekjur eða gjöld fyrir ríkissjóð. Allar fjárveitingar, sem eigi eru
ákveðnar í lögum, öðrum en fjárlögum, forsetaúrskurðum eða öðrum gildandi
ákvörðunum, gildi aðeins fyrir fjárhagstímabilið. |
7.2
|
Að fella
niður eða fresta greiðslum úr ríkissjóði á árinu 2003, m.a. með því að leggja
niður tímabundið eða til lengri tíma starfsemi ríkisstofnana, að fengnu samþykki
ríkisstjórnar og fjárlaganefndar Alþingis. |
7.3
|
Að semja
við einstaklinga um bætur, í samræmi við tillögur nefndar um ágreiningsmál skv. 3.
gr. laga nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, og að höfðu samráði við
ríkislögmann, vegna tjóns sem þeir hafa orðið fyrir við læknismeðferð. |
7.4
|
Að greiða
bætur þeim sem sýkst hafa af lifrarbólgu C við blóðgjafir hér á landi fyrir
október 1992. Bætur séu ákveðnar af fjármálaráðherra í samráði við
heilbrigðisráðherra. |
7.5
|
Að styrkja
stjórnmálaflokka samkvæmt umsóknum, í hlutfalli við atkvæðamagn þeirra, enda hafi
þeir hlotið a.m.k. 2,5% atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum, sbr. fjárlagalið
099991.18. |
7.6
|
Að heimila sjúkrahúsum að
taka þátt í eða eiga samstarf við fyrirtæki sem vinna að vísindarannsóknum og
þróun nýjunga á sviði heilbrigðismála og læknisfræði. Samningar, sem fela í
sér fjárskuldbindingar, skulu lagðir fyrir ráðherra heilbrigðismála og fjármála
til staðfestingar. |
7.7
|
Að stofna
félag um rekstur tónlistar og ráðstefnuhúss í Reykjavík á grundvelli samnings við
Reykjavíkurborg og greiða nauðsynlegan kostnað vegna þess. |
7.8
|
Að semja
við Samband íslenskra sveitarfélaga, sbr. IX. ákvæði til bráðabirgða í lögum
nr. 44/1998, um húsnæðismál, um framlög vegna bygginga eða kaupa á leiguíbúðum. |
7.9
|
Að leggja
Seðlabanka Íslands til stofnfé á árinu 2003. |
7.10
|
Að selja
varðskipið Óðin og ráðstafa andvirðinu til kaupa eða smíða á nýju varðskipi. |
7.11
|
Að ganga til
samninga við Neyðarlínuna hf. um kaup á upplýsingakerfum félagsins. |
7.12
|
Að taka
þátt í hlutafjáraukningu í Fiskeldi Eyjafjarðar hf. er nemur 25,4% eignarhlut
ríkisins í félaginu fyrir allt að 102 m.kr. |
7.13
|
Að kaupa
hlutafé í Farice hf. fyrir allt að 560 m.kr. |
7.14 |
Að heimila
Háskóla Íslands að stofna félag til að vinna að þróun og markaðssetningu á
vísindagörðum og leggja sem stofnframlag til félagsins eða ráðstafa með öðrum
hætti hluta af lóðarréttindum skólans í Vatnsmýri í Reykjavík í þessu skyni. |
7.15
|
Að semja
við Fóðuriðjuna í Ólafsdal um sambærilegt uppgjör og samið var um við aðra
framleiðendur grasköggla árið 1999. |